Fjáröflun

Til að styrkja börnin okkar og félagið erum við með wc- og eldhúspappír  til sölu, þ.e.

börnin /foreldrar þeirra geta fengið hjá okkur pappír til að selja vinum og ættingjum.

Við erum einnig búin að gera samning við Endurvinnsluna um að þeir taki flöskur, dósir og gler sem fer inn á sér reikning. Taka þarf fram að það sé verið að leggja þetta inn á Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar og það þarf að kvitta fyrir það sem lagt er inn með nafni barns og/eða foreldra upp í endurvinnslu. 

Þeir peningar sem safnast með þessu móti munu renna í sameiginlegan sjóð sem notaður verður til að borga niður kostnað vegna ferð á mót, m.a. til að greiða niður gistingu, rútu osfrv. Einnig til að gera eitthvað skemmtilegt með og fyrir iðkendur í  yngri hópunum sem ekki fara í keppnisferðir.

Allar hugmyndir um frekari fjáröflun til að styrkja Iðkendur í Listhlaupadeildina okkar eru vel þegnar.

Ef ykkur vantar upplýsingar hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða 462-5804