Ferð í Jarðböðin við Mývatn!

Í dag fengu allir iðkendur afhentan miða um fyrirhugaða ferð í Jarðböðin við Mývatn með krökkunum og þjálfurunum frá Nottingham. Áætlað er að fara miðvikudaginn 1. ágúst kl 15 ef næg þátttaka fæst. Auglýst er eftir foreldrum sem geta boðið sig fram til að keyra því ekki er mögulegt að leigja rútu og því farið á einkabílum. Börnin verða að skrá sig með því að senda tölvupóst á Allý á allyha@simnet.is með nafni sínu og hvort að foreldri þess geti keyrt og hversu mörg laus pláss eru í bílnum. Skráning þarf að hafa borist ekki seinna en kl. 12 þriðjudaginn 31. júlí. Reiknað er með því að vera komin heim ekki seinna en kl. 20. Kv. Helga Margrét