Fámennt lið Jötna tapaði í Laugardalnum

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (30.11.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (30.11.2013)


Jötnar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu nokkuð örugglega.

Jötnar áttu í fullu tré við heimamenn í fyrsta leikhlutanum, a.m.k. hvað spil og baráttu varðar, en það sem skildi á milli var að Fálkar nýttu færin sín og komust í 3-0 áður en fyrsti leikhluti var hálfnaður. Andri Már Ólafsson minnkaði muninn í 3-1 þegar Jötnar spiluðu einum færri, en Fálkar bættu við fjórða markinu undir lok lotunnar.

Í upphafi annars leikhluta komust Fálkar í 5-1, en Ólafur Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Jötna. Eftir það má segja að liðsmunurinn hafi farið að segja til sín, Fálkar með fleiri leikmenn og gátu dreift álaginu á meðan Jötnar þurftu að leggja meira á sig og smátt og smátt sagði þreytan til sín. Áður en annarri lotu lauk höfðu Fálkar komist í 7-2 og bættu síðan við fjórum mörkum í þriðja leikhlutanum. Úrslitin: Fálkar - Jötnar 11-2 (4-1, 3-1, 4-0).

Jötnar mættu ekki aðeins með fámennt lið í Laugardalinn, heldur mjög ungt. Matthías Már Stefánsson - sem í flestum heimaleikjum stendur vaktina í ritaraboxinu - spilaði í gær sinn fyrsta meistaraflokksleik og stóð sig með prýði. 

Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Jón Óskarsson 3/1
Daníel Melstað 2/0
Sölvi Atlason 2/0
Kristján Gunnlaugsson 1/2
Gísli Guðjónsson 1/0
Kári Guðlaugsson 1/0
Markús Maack 1/0
Árni Bernhöft 0/1
Viktor Svavarsson 0/1
Refsimínútur: 6
Varin skot: 12

Jötnar
Andri Már Ólafsson 1/0
Ólafur Sigurðsson 1/0
Refsimínútur: 8
Varin skot: 18

Atvikalýsing (ÍHÍ)

Með sigrinum fóru Fálkar einu stigi upp fyrir Jötna. Bæði lið hafa leikið 11 leiki. Húnar hafa leikið 10 leiki og eru með 13 stig, Fálkar 12 stig og Jötnar 11 stig.
Næsti leikur Jötnar verður þriðjudaginn 7. janúar á Akureyri þegar þeir taka á móti Húnum. Leikurinn hefst kl. 19.30.