Evrópumót eldri leikmanna

European Seniors Invitation Curling Championship 2009 fer fram í Greenacres Curling Club í Skotlandi dagana 3.-7. nóvember.

Þetta er í annað skipti sem þetta mót er haldið en í fyrra fór lið frá Krulludeild SA til keppni á þessu sama móti. Keppt er bæði í karla- og kvennafólki. Þátttökurétt á það krullufólk sem orðið er 50 ára fyrir 1. júlí. Skráningarfrestur er til 13. júlí. Allar upplýsingar um mótið er að finna í pdf-skjali hér.

Áhugasamir hafi samband við Gísla Kristinsson, gisli [hjá] arkitektur.is eða í síma 821 5021.