Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona LSA ársins 2016

Myndasmiður Helga Hjaltadóttir, haustmót ÍSS 2016
Myndasmiður Helga Hjaltadóttir, haustmót ÍSS 2016

Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin skautakona LSA 2016 og var hún heiðruð á jólasýningu listhlaupadeildarinnar á sunnudaginn.

Hún keppir í  flokknum Unglingaflokkur A og er þetta hennar annað ár í Unglingaflokki A. Emilía hefur staðið sig vel á mótum hérlendis sem og erlendis en vert er að nefna að á Vetramóti ÍSS setti hún Íslandmet í stutta prógramminu og þar með á hún öll Íslandsmetin í Unglingaflokki. Emilía er einnig eini íslenski skautarinn sem hefur farið yfir 100 stiga múrinn. Emilía fór fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix sem haldið var í Tallinn í Eistlandi en Junior Grand Prix eru sterkustu mótin sem Ísland tekur þátt í og stóð hún sig ljómandi vel. Emilía Rós er einnig valin af Skautasambandi Ísland sem skautakona ársins 2016. Emilía Rós er samviskusamur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni og er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Við óskum henni til hamingju með nafnbótina.

Við óskum Emilííu Rós innilega til hamingju með titilinn og hlökkum til að fylgjast með henni á komandi árum.