Emilía Rós í 14. sæti á NM


SA-stelpurnar þrjár hafa lokið keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi. Emilía Rós Ómarsdóttir endaði í 14. sæti í Advanced Novice, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir í 19. sæti og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 19. sæti í unglingaflokki.

Hrafnhildur Ósk var í 18. sæti eftir stutta prógrammið á fimmtudaginn, 19. sæti í frjálsa prógramminu í dag og samanlagt í 19. sæti af 20 keppendum með 78,50 í einkunn.

Emilía Rós Ómarsdóttir náði 14. sætinu samanlagt í stúlknaflokki með 67,01 í einkunn. Hún var 16. eftir fyrri daginn, náði 14. sæti í frjálsa prógramminu og 14. sæti samanlagt. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir var í 19. sæti eftir fyrri daginn, náði 18. besta árangrinum í frjálsa prógramminu og endaði í 19. sæti samanlagt með 59,83 í einkunn. Keppendur í stúlknaflokki voru 20.

Á úrslitasíðu mótsins má finna tengla á sundurliðaðar einkunnir fyrir báða dagana og í öllum flokkum.