Emilía Rós á Junior Grand Prix í Tallinn í Eistlandi

Emilía Rós Ómarsdóttir mynd: Helga Hjaltadóttir
Emilía Rós Ómarsdóttir mynd: Helga Hjaltadóttir
Emilía Rós hélt af stað til Tallinn á þriðjudagsmorguninn ásamt þjálfaranum sínum honum Daniel (Danylo Yefimtsev) að taka þátt á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti. Hún skautaði stutta prógrammið sitt af miklum glæsibrag í morgun og fékk hún 14.63 í tæknieinkunn og 27.91 stig samanlagt. 

Emilía er í 28 sæti að loknu stutta prógramminu. Hún heldur áfram keppni á morgun föstudag. Keppni í kvennaflokki hefst klukkan 14:10 að íslenskum tíma og má gera ráð fyrir að Emilía fari inn á ísinn með frjálsa prógrammið sitt um klukkan 14:58.