Ekki keppt í kvöld

Sæl

Það verður ekki leikið í Akureyrar- og Bikarmótinu í kvöld þar sem tveir hópar eru væntanlegir í kynningu. En að sjálfsögðu mæta allir til að aðstoða við kynninguna. 

Þetta eru 2 hópar af 11 ára krökkum sem eru í Lundarskóla. Þar sem þau eru svo mörg var ákveðið að skipta hópnum í tvennt og kemur fyrri hópurinn 18:45 og sá seinni 19:30.  Reiknað er með 45 mín til 1 klst á hópana svo það er alveg tími til að æfa sig aðeins eftir heimsóknina. (við höfum svellið til  21:30)