Einkatímar hjá Margaret og Körlu

Margaret og Karla vildu koma því á framfæri að þær munu bjóða þeim sem áhuga hafa upp á einkatíma þessar tvær vikur sem þær eru hjá okkur.

Margaret og Karla munu bjóða upp á einkatíma fyrir þá iðkendur sem áhuga hafa.

Margaret mun bjóða iðkendum í öllum hópum sem áhuga hafa á einkatímum en Karla býður iðkendum í 2. og 3. hópi upp á tíma.

Einkatímar henta flestum mjög vel þar sem iðkandi getur fengið einstaklingsmiðaða hjálp með t.d. ákveðið stökk eða pírúett. 2 og 2 geta einnig pantað sér tíma saman ef þeir vilja og skipta þá með sér kostnaði.

Einkatíma er hægt að panta hjá Margaret annað hvort fyrir fyrsta tíma að morgni (kl. 9), milli æfinga eða eftir að síðasti tími klárast á daginn (kl. 15:15). Mjög mikilvægt er að trufla aldrei þjálfarana meðan á æfingum stendur (hóptímar og einkatímar).

Hægt er að panta annað hvort 15 mín. tíma eða 30 mín. tíma en fyrir lengra komna mælum við með 30 mín til að tíminn nýtist sem best.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við einkatímana hafið þá samband við Hildu Jönu.

 

Verð hjá Margaret:

15 mín. 1600 kr.

30 mín. 3200 kr.

 

Verð hjá Körlu:

15 mín. 1000 kr.

30 mín. 2000 kr.