Byrjendanámskeið í íshokkí


Í maí stendur Sarah Smiley fyrir hokkínámskeiði fyrir krakka sem fæddir eru 2007-2009. Tímar verða á fimmtudögum og sunnudögum 5.-30. maí.

Námskeiðið samanstendur af tveimur æfingum á viku í alls fjórar vikur. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 5. maí kl. 11.30. Verð er aðeins 3.000 krónur og er allur búnaður til staðar í Skautahöllinni. Foreldrar eða forráðamenn verða að koma á æfinguna með krökkum sem ekki hafa farið á skauta áður.

Tímar:
Sunnudaga kl. 11:30-12.15
Fimmudaga kl. 16.15-17.00