Breytingar á tímatöflu yfir jól og áramót

Í dag hófst jóladagskrá í skautahöllinni. Breytingar eru á tímatöflu hjá deildum og bætt við almenningstímum. Opið er fyrir almenning alla daga kl 13-16 en lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag.

Lishlaupadeild er með aukaæfingar alla morgna og verður æfingarálag aukið yfir jólatímann en engar æfingar á jóladag og nýársdag.

Hjá hokkídeild eru heldur færri æfingar en venjulega og einhverjar breytingar eru líka á tímasetningu æfinga en 5. 6 og 7 flokkur eru í jólafríi til 4. janúar og 4. flokkur er í jólafríi til 3. janúar.  Þá spila Ásynjur og 2. flokkur leiki við SR 27. desember. 

Krulludeild heldur æfingu 22. desember og áramótamótið fer fram mánudaginn 29. desember en það hefst kl 19.00.

Hér má finna jóla-tímatöfluna í heild sinni.