Bikarmót Magga Finns og Akureyrarmót 2017

Önnur umferð í sameinuðu Akureyrar- og bikarmóti 2017 fór fram sl. mánudag og í kvöld ræðst hverjir hampa bikarmeistaratitlinum.  Garpar sigruðu Víkinga og Freyjur lögðu Ice Hunt. Allt er í járnum og öll lið með tvö stig. Það verður því ljóst að úrslitin munu ráðast af fjölda enda og jafnvel fjölda steina.

Leikir kvöldsins hefjast kl. 21:00 þar sem fyrst kemur hópur í krullu kynningu.  Garpar taka á móti Freyjum og Ice Hunt spilar við Víkinga.

Stöðuna má sjá hér.