Bein útsending frá Norðurlandamótinu

Stelpurnar okkar hefja keppni á Norðurlandamótinu síðdegis. Hægt verður að sjá þær í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu Skautasambandsins.

Þær Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir úr Listhlaupadeild SA hefja keppni í dag, en keppnisröðin er ekki komin inn á heimasíðu mótsins þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvenær þær fara á svellið. Keppni í þeirra flokki hefst kl. 17. 

Smellið hér til að fara inn á síðu Skautasambandsins þar sem eru tenglar bæði á ljósmyndir og beina útsendingu frá keppni á mótinu.