Átta frá SA í karlalandsliðinu í íshokkí

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)


Íslenska karlalandsliðið í íshokkí tekur þátt í a-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fer í Serbíu í apríl. Átta leikmenn frá SA eru í hópnum.

Landsliðsþjálfarinn Tim Brithén hefur valið landsliðshópinn sem fer til Serbíu, en átta leikmenn frá SA eru í hópnum: Andri Freyr Sverrisson, Björn Már Jakobsson, Ingólfur Tryggvi Elíasson, Ingvar Þór Jónsson, Ingþór Árnason, Jóhann Már Leifsson, Jón Benedikt Gíslason, Orri Blöndal og að auki Andri Már Mikaelsson, SA-maður sem nú leikur erlendis.

Liðið heldur utan í byrjun apríl, leikur tvo æfingaleiki, en síðan hefst mótið miðvikudaginn 9. apríl.

Frétt á vef ÍHÍ um landsliðið.