Ásynjur - Ynjur þriðjudagskvöld kl 19.30

Ásynjur mæta Ynjum annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst tvisvar áður í vetur og unnið sitthvorn leikinn en báðir enduðu þeir með sömu markatölu, 3-2. Ásynjur leiða deildina með 21 stig eftir 8 leiki spilaða en Ynjur fylgja fast á hæla þeirra með 17 stig og 7 leiki spilaða. Það er skyldumæting í höllina annað kvöld enda bókuð skemmtun þar sem dramatíkin ræður ríkjum og ekki ósennilegt að úrslitin ráðist ekki fyrr en í blálokin.