Ásynjur - Ynjur í kvöld kl 19.30

Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu (mynd: Elvar P.)
Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu (mynd: Elvar P.)

Það verður stórleikur í Hertz-deild kvenna hjá okkur í kvöld þegar toppliðin Ásynjur og Ynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl 19.30 og það er frítt inn. Bæði lið í fantaformi um þessar mundir og unnu bæði stórsigra á liði Reykjavíkur um helgina. Liðin eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og hafa unnið innbyrðisleikina á víxl í vetur svo það má bóka skemmtilegan leik í kvöld. Endilega mætið í stúkuna á þennan leik, við getum lofað pottþéttri skemmtun.