Ásynjur unnu SR í gærkveldi

Linda Sveinsdóttir með pökinn. Ljósm Elvar Pálsson
Linda Sveinsdóttir með pökinn. Ljósm Elvar Pálsson

Ásynjur áttu ekki í miklum vandræðum með gestina sem eru nýliðar í deildinni frá því í fyrra, en engu að síður má sjá greinileg framfaramerki á leik liðsins. 

Ásynjur spiluðu vel, létu pökkinn ganga og sýndu agaðan leik.  Mörkin voru orðin mörg í lokin og leikurinn var býsna skemmtilegur áhorfs.   Það er þó ljóst að mikill munur er orðinn á norðan og sunnanliðunum og einu spennandi leikirnir í kvennadeildinni í dag eru á milli Akureyrarliðanna.