Ásynjur sigruðu Ynjur í spennandi leik

Ásynjur unnu naumann sigur á Ynjum í skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld, lokatölur 5-4. Ásynjur voru þjálfaralausar á bekknum en þjálfari þeirra Ben Dimarco er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir. Ynjur hafa endurheimt Telmu Guðmundsdóttur en hún hefur spilað með Birninum það sem af er vetri en hefur nú flust aftur til Akureyrar og er mikill liðstyrkur fyrir Ynjur.

Ásynjur byrjuðu leikinn í gærkvöld af krafti og skoruðu fyrst mark leiksins eftir aðeins eina og hálfa mínútu þegar Guðrún Viðarsdóttir setti pökkinn í netið. Ásynjur héldu uppi nokkurri pressu og gerðu harða hríð að marki Ynja en Elise í marki Ynja varði oft stórkostlega. Silvía Björvindóttir jafnaði leikinn um miðbik lotunnar en Ásynjur svöruðu að bragði með öðru marki frá Guðrúni Viðarsdóttur.

Ynjur byrjuðu aðra lotunna nokkuð kæruleysislega en Katrín Ryan skoraði snemma mark eftir barning framan við markið Ynja. Aðeins hálfri mínutu seinna skoraði Guðrún sitt þriðja mark í leiknum með góðu skoti. Jónína Guðbjartsdóttir skoraði svo fimmta mark Ásynja þegar leikurinn var rétt tæplega hálfnaður og staðan orðin 5-1 Ásynjum í vil og útlitið svart fyrir Ynjur. Telma Guðmundsóttir náði að klóra í bakkann skömmu þegar hún lamdi frákast í markið. Rétt fyrir lok lotunnar minnkaði svo Ragnhildur Kjartandóttir muninn enn frekar og staðan 5-3 þegar gengið var til búningsherbergja.

Þriðja lotann var bráðfjörug, Ásynjur stjórnuðu spilinu en Ynjur voru grimmar í vörninni með Elise í stuði í markinu fyrir aftann sig. Ásynjur sóttu á skyndisóknum og þegar 10 mínútur lifðu leiks skoraði Silvía Björgvinsdóttir fjórða mark Ynja og leikurinn skyndilega í járnum. Ásynjur héldu áfram að pressa í varnarsvæði Ynja og gáfu fá færi á sér en þegar 5 mínútur lifðu leiks fengu Ynjur PowerPlay. Kolbrún Garðarsdóttir fékk tvö fín færi sem Heiðrún í marki Ásynja varði vel en bestu færin fengu Ásynjur þar sem þær stálu pekkinum í tvígang af öfustu varnarmönnum Ynja en Elise varði frá þeim í bæði skiptin. Ynjur fengu svo dóm strax í kjölfarið og komust því ekki nær þar sem Ásynjur héldu pekkinum örugglega það sem lifði leiks.

Ásynjur sýndu enn og aftur hversu vel spilandi þær eru sem lið en þær halda pekkinum mjög vel innan liðsins og kasta honum ekki frá sér að óþörfu. Mikil reynsla er í þessu öfluga liði eins og best sést á því að leikskipulagið hagast ekki þó enginn þjálfari stjórni frá bekknum. Ynjur hafa aftur á móti einstaklingsframtakið en þær hafa innan sinna raða nokkra af allra bestu leikmönnum deildarinnar sem geta klárað leikina upp á eigin spýtur og verða illviðráðanlegar þegar hafa náð út fullum leikþroska sem lið.

Ásynjur náðu með sigrinum efsta sætinu í deildinni en þær eiga jafnframt einn leik til góða á Björninn sem situr í öðru sætinu. Ynjur eru í þriðja sæti með 6 stig og SR í því neðsta án stiga. Næsti leikur í meistaraflokki kvenna fer fram 27. desember en þá taka Ásynjur á móti SR.