Ásynjur og 3. Flokkur með góða sigra sunnan heiða

Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Elvar Pálsson)
Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Elvar Pálsson)

Nýkrýndir deildarmeistarar, Ásynjur sigruðu Björninn í gærkvöld í Egilshöllinni 4-1. Mörk Ásynja skoruðu Thelma Guðmundsdóttir (2), Birna Baldursdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir. Þetta var síðasti leikur milli þessara liða í deildinni áður en þau mætast í úrslitaeinvígi sem hefst 15. febrúar.

3. flokkurinn gerði einnig góða ferð suður og unnu Björninn 5-2. Axel Snær Orongan skoraði fjögur mörk í leiknum og Bjartur Geir Gunnarsson skoraði eitt.