Ásynjur með sigur og sigur í framlengingu í tvíhöfða gegn SR

Teresa Snorradóttir í leiknum (mynd: Elvar Páls)
Teresa Snorradóttir í leiknum (mynd: Elvar Páls)

Ásynjur lögðu SR í gærkvöld með tíu mörkum gegn engu en liðin mættust aftur nú í bítið og þá urðu lokatölur 3-2 Ásynjur í hag eftir dramatískar lokasekúndur í venjulegum leiktíma þar sem jöfnunarmark Ásynja kom á síðustu sekúndu leiksins.

Ásynjur áttu ekki í miklum vandræðum með lið SR í leiknum í gærkvöld þar sem þær unnu 10-0 sigur (3-0,4,0-3,0). Ásynjur áttu reyndar frábærann dag í gær þar sem spilið var laglegt og varnarvinnan til fyrirmyndar. Það má segja að leikurinn hafi verið nokkur einstefna en til marks um yfirburðina voru markskot 64 gegn 1 skoti SR-inga sem lýsir kannski ágætlega hugarfari leikmanna en það þarf virkilega að vinna varnarvinnuna vel ef halda á liði svona vel á mottunni. Þær Vigdís Aradóttir og Arndís Eggertsdóttir voru atkvæðamestar í markaskorun Ásynja með tvö mörk hvor en Sunna Björgvinsdóttir var með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Markaskorarar og stoðsendinga Ásynja:

Vigdís Aradóttir 2/1

Sunna Björgvindsóttir 1/2

Arndís Sigurðardóttir 2/0

Linda Brá Sveindóttir 1/1

Eva María Karvelsdóttir 1/1

Díana Björgvinsdóttir 1/1

Ragnhildur Helga Kjartansdóttir 1/1

Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2

Thelma María Guðmundsdóttir 1/0

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1

Alda Ólína Arnarsdóttir 0/1

Í síðari leik Ásynja gegn SR nú í morgun gekk markaskorunin ekki alveg jafn smurt en þrátt fyrir nokkra yfirburði í leiknum þá má liðið segja heppið að hafa náð jafntefli í venjulegum leiktíma. SR leiddi leikinn með 2 mörkum gegn engu þangað til í þriðju lotu þegar Sunna Björgvinsdóttir minnkaði loks muninn eftir stoðsendingu Lindu Brár. Það var svo ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins (59.59) sem Ásynjur jöfnuðu leikinn en þar var aftur á ferðinni Sunna Brá með fallegt „wrap around“ mark. Ásynjur reyndust svo sterkari í framlengingunni og Eva Karvelsdóttir skoraði sigurmarkið eftir gott upphlaup þar sem hún smeygði sér inn fyrir vörn SR og lagði pökkinn snyrtilega yfir púðann hjá Elise Marie í marki SR. Elise var lánsmaður hjá SR í leiknum og var þrátt fyrir allt leikmaður leiksins en hún stóð gjörsamlega á haus allann leikinn og varði 51 skot í leiknum. Hún er því vel að nafnbótinni komin sem hún hlaut í gærkvöld en þá var hún valin íshokkíkona ársins hjá SA fyrir árið 2015.

Markaskorarar og stoðsendinga Ásynja:

Sunna Björgvinsdóttir 2/0

Eva María Karveldsdóttir 1/0

Linda Brá Sveinsdóttir 0/1