Áramótamótið 2017

Að venju blásum við til Áramótamóts Krulludeildar. Mæting er kl. 17:30, laugardaginn 30. Desember.
Allir eru velkomnir til þátttöku í Áramótamótinu, vanir sem óvanir.
Spilaðir verða stuttir leikir og áhersla á að allir skemmti sér þó svo keppnin og keppnisskapið
verði að sjálfsögðu ekki langt undan fremur en venjulega
Eins og undanfarin ár munum við draga saman í lið og reyna að stýra því þannig að liðin blandis vönum
og óvönum. Undantekning frá drættinum er ef til dæmis fjölskyldur vilja koma saman og spila saman í liði.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í mótið, nóg að gera það á staðnum. En þó væri betra ef menn myndu
skrá sig á viðburðinn á facebook síðunni.