Áramótamótið 2014

Að venju blásum við til Áramótamóts Krulludeildar.  Mæting er kl. 19:00, mánudaginn 29. desember.  Fyrirkomulagið verður svipað og síðasta ár, þ.e. dregið í lið þannig að vanir og óvanir blandist vel saman.  Veitingar í boði í hléi og þegar keppni líkur (þeir sem vilja eitthvað sterkara en kaffi komi með eigin veigar). Aðgangur ókeypis.  

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn á Facebook síðu Krulludeildar eða látið vita með öðrum hætti ef þið ætlið að mæta, þannig að hægt sé að áætla magn veitinga.