Áramótamótið

Hið árlega áramótamót Krulludeildar verður haldið laugardaginn 28. desember. Mæting er kl 19:30 og reiknað er með að byrja að spila um kl 20:00. Eins og venjulega drögum við í liðin og reynum að blanda vönum og óvönum saman í lið. Spilaðir verða stuttir leikir og á milli leikja getur fólk gætt sér á léttum veitingum í boði Krulludeildar. Aðalmálið að fólk skemmti sér saman þó keppnisskapið sé ekki langt undan.