Áramótamótið

 Miðvikudagskvöldið 28. desember. Veitingar fyrir mót.

Okkar árlega og skemmtilega Áramótamót verður haldið miðvikudagskvöldið 28. desember. Við fáum svellið kl. 19.00 og áætlum að mótið hefjist um 19.30-20.00. Fyrir mótið verður boðið upp á léttar veitingar í fundarherberginu þannig að góður tími til að mæta í Skautahöllina er 18.30-19.00.

Krullufólk er hvatt til að mæta prúðbúið eða í skemmtilegum múnderingum til að setja skemmtilegan svip á mótið.

Til að gefa smá hugmynd um mætingu væri gott ef það krullufólk sem er ákveðið í að mæta láti Hallgrím Valsson vita - s. 8400887, hallgrimur@isl.is.