Alþjóðlegu vetrarleikar barnanna í Lake Placid 2019

Júlía Rós og Freydís Jóna
Júlía Rós og Freydís Jóna

Það gleður okkur að tilkynna að tveir fulltrúar frá LSA munu taka þátt í Alþjóða vetrarleikum barna 2019 – International Childrens Winter Games 2019 sem haldnir verða að þessu sinni í Lake Placid í Bandaríkjunum 6. til 11. janúar nk. Það eru þær Júlía Rós Viðarsdóttir og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir. Íþróttabandalag Akureyrar í samstarfi við íþróttadeild Akureyrarbæjar hefur undirbúið ferðina með glæstum brag og verða það 21 keppandi ásamt þjálfurum og liðstjórum sem fara fyrir hönd Akureyrarbæjar. Einnig fara á vegum Akureyrarbæjar keppendur í skíðagöngu og hokkýlið stúlkna. Þjálfari okkar Darja Zajcenko mun fara með okkar stúlkum. Óskum við þeim góðs árangurs og ekki síður góðrar skemmtunar.

Heimasíða leikanna er að finna á https://www.lakeplacid2019.com/

 

Stjórn LSA

Júlía Rós Viðarsdóttir  Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir