Aldís Kara og Júlía Rós Íslandsmeistarar í Listhlaupi 2019

Júlía Rós (mynd fengin af iceskate.is)
Júlía Rós (mynd fengin af iceskate.is)

Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir báðar úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu Íslandsmeistarar í listlaupi nú um helgina. Júlía Rós sigraði í Advanced Novice með samanlögð stig uppá 80.83 stig. Í öðru sæti í Advanced Novice var Freydís jóna Jing Bergsveinsdóttir með 70.87 stig. Í junior flokk var það Aldís Kara Bergsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 118.22 stig. Á heimsíðu ÍSS má finna frekari upplýsingar um keppnina. Við óskum stúlkunum öllum til hjartanlega hamingju með glæsilegan árangur!