Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2021

Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2021
Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2021

Aldís Kara Bergsdóttir er íþróttakona Akureyrar 2021. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Aldís hlýtur nafnbótina en Aldís átti stórkostlegt íþróttaár 2021. Aldís byrjaði árið 2021 með því að setja Íslandsmet í janúar 2021. Aldís vann sér svo inn keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara og bætti svo sitt eigið Íslandsmeit á Íslandsmeistaramótinu síðar á árinu. 

Skautafélagi Akureyrar voru veitt viðurkenningarskjal við sama tilefni en Skautafélag Akureyrar átti 116 Íslandsmeistara árið 2021 en félagið vann alla þá titla sem voru í boði á árinu í bæði listhlaupi og íshokkí.

Við óskum Aldísi Köru og öllu hinu íþróttafólkinu hjartanlega til hamingju með árangurinn.