Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2019

Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2019
Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2019

Aldís Kara Bergsdóttir er íþróttakona Akureyrar árið 2019. Það er í fyrsta sinn sem skautakona Skautafélagsins hlýtur þennan mikla heiður. Aldís Kara átti algjörlega magnað ár 2019 þar sem hún bætti nánast hvert einasta met sem hægt er að bæta í skautaíþróttinni og sýndi stökk element sem ekki hafa sést áður hjá íslenskum skautara. 

Helstu afrek Aldísar á árinu:

  • Skautakona Akureyrar 2019.
  • Skautakona Íslands 2019.
  • Reykjavíkurleikarnir 2019 (ISU mót) 2. sæti í Junior á nýju Íslandsmeti 108,45 stig (efst íslenskra skautara)
  • Norðurlandamótið í Linköping 2019 12. sæti 103,52 stig hæstu stig íslensk skautara á Norðurlandamóti
  • Vormót ÍSS 1.sæti í Junior á nýju Íslandsmeti 112,81 stig
  • Junior Grand Prix í Lake Placid 106,48 stig, hæstu stig íslensks skautara á Junior GrandPrix mótaröðinni.
  • Haustmót ÍSS 1.sæti á nýju Íslandsmeti 116,09 stig
  • Halloween Cup 2019 í Búdapest 108,61 stig, hæstu stig íslensks skautara á erlendri grundu auk þess sem hún náði lágmörkum í stutta prógramminu inn á Heimsmeistaramót unglinga.
  • Vetrarmót ÍSS 1.sæti á nýju Íslandsmeti 127,69 stig
  • Íslandsmeistaramót ÍSS árið 2019 Íslandsmeistari í listhlaupi í Junior flokki.

Kraflyftingamaðurinn Viktor Samúelsson var kjörinn íþróttakarl ársins við sama tilefni og íshokkímaðurinn Hafþór Andri Sigrúnarson varð fjórði í valinu. Við óskum Aldísi Köru og öllum ykkur hinum í kringum hana hjartanlega til hamingju með þennan sögulega heiður og megið vel vera stolt. Skautafélagið er í það minnsta að springa úr stolti.