Toppleikur í kvöld

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (11.10.2011)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (11.10.2011)


Skautahöllin á Akureyri, þriðjudaginn 16. október k
l. 19.30: Víkingar - Björninn, mfl. kk.

Víkingar mæta Bjarnarmönnum í Skautahöllinni á Akureyri í uppgjöri efstu liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld kl. 19.30.

Þetta er önnur viðureign liðanna á þessu keppnistímabili, en Bjarnarmenn fóru með sigur af hólmi, 4-3, í Egilshöllinni fyrr í haust eftir að Víkingar höfðu náð þriggja marka forystu snemma í öðrum leikhluta. Bjarnarmenn hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa og eru með 12 stig, en Víkingar hafa unnið tvo leiki, unnið einn eftir framlengingu og tapað einum og eru með 8 stig.

Það er því óhætt að lofa hörkuviðureign á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Bein atvikalýsing

Tölfræði mfl. kk (ÍHÍ)
Staðan, mfl. kk. (ÍHÍ)