Akureyri á top 10 listanum yfir bestu hokkíborgir í Evrópu

Akureyri komst á top 10 lista yfir bestu hokkíborgir Evrópu samkvæmt Flight Network sem stærsta ferðavefsíða í Kanada. 58 borgir komu til greina í valinu og var Akureyri í 10. sæti á þeim lista en Moskva var í fyrsta sæti og Helsinski í Finnlandi í sætinu á undan Akureyri. Neðar á listanum eru ekkert minni hokkíborgir heldur en Stokkhólmur og Malmö. Í umsögn Flight Network segir að borgin sé lítil og telji aðeins um 18.000 manns en þrátt fyrir það er fer orðspor þess sem hokkí elskandi mekka vaxandi og er að verða nokkuð þekkt sem slík á alþjóðavísu. Þá er farið yfir sögu íshokkís á Akureyri og hokkíliðinu hampað fyrir yfirburði þeirra í Íslandsmótinu síðustu 25 ár og að á Akureyri hafi verið haldið Heimsmeistaramót í íshokkí á síðasta ári. Það má því segja að Innbæjingar hafi því loksins fengið staðfestingu á því sem þeir hafa alltaf haldið fram að Akureyri sé í raun einn mesti hokkíbær í Evrópu.