Akureyrarmótið: Stórir sigrar í fyrstu umferð

Mammútar og Garpar áttust við í gærkvöldi.
Mammútar og Garpar áttust við í gærkvöldi.


Fyrsta umferð Akureyrarmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi.

Leikir fyrstu umferðar enduðu báðir með stórum sigrum. Íslands- og Akureyrarmeistararnir, Garpar, mættu helstu keppinautum sínum um titlana undanfarin ár, Mammútum, og máttu þola tap, 6-15. Hinn leikur kvöldsins var á milli Ice Hunt og Víkinga þar sem Ice Hunt fór með sigur af hólmi, 10-3.

Önnur umferð verður leikin mánudagskvöldið 30. september, en þá mætast annars vegar Ice Hunt og Garpar og hins vegar Freyjur og Víkingar.

Öll úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal)