Akureyrarmót 1. umferð

Fyrsta umferð Akureyrarmótsins fór fram á mánudagskvöldið en fimm lið eru skráð til þátttöku.  Nokkuð er um forföll en það stendur til bóta.  Í fyrstu umferð léku annars vegar Garpar og „Stelpurnar“ (sem enn hafa ekki tilkynnt nafn á liðið), og lauk þeim leik með sigri Stelpnanna 4-2. Í hinum leiknum léku Víkingar við Dollý þar sem leiknum lauk með sigri Dollý 5-1.  Ice Hunt sat hjá í fyrstu umferð.

 

Úrslit leikja og nánar upplýsingar er að finna í excel-skjali hér...

 

Næstu leikir verða mánudaginn 3. nóvember en þá leika Dollý gegn Görpum og Ice Hunt gegn Víkingum.  Stelpurnar sitja hjá.