Karfan er tóm.
Laugardaginn 15. nóvember hefst námskeið á Bjargi hjá Hóffu fyrir 4. 5. 6. og 7. hóp. Tímarnir verða til að byrja með á laugardögum. Þessir tímar verða í svipuðum dúr og tímarnir í æfingabúðunum þ.e. blanda af þoli og þreki, s.s. pallatímar, stöðvaþjálfun, teygjur o.s.frv.
Hér er tímaplan næstu 3 æfinga:
15. nóvember: 6. og 7. hópur milli 14:00 og 15:00 og 4. og 5. hópur milli 15:00 og 16:00
22. nóvember: 5. 6. og 7. hópur milli 14:00 og 15:00. (Iðk. í 4. hóp í keppnisferð í Rvík, þeir sem ekki keppa mega mæta með þessum hóp)
29. nóvember: 6. og 7. hópur milli 14:00 og 15:00 og 4. og 5. hópur milli 15:00 og 16:00
Frekara tímaplan kemur eins fljótt og hægt er.