Æfingarbúðir íshokkídeildar eru hafnar

Það er mikið fjör í skautahöllinni þessa daganna en þar fara fram æfingarbúðir í íshokkí næstu tvær vikurnar en á sama tíma standa yfir æfingarbúðir hjá listhlaupadeild. Íshokkí æfingarbúðirnar standa yfir frá morgni til kvölds þar sem yngri hópurinn er á morgnanna og sá eldri seinni partinn. Hver hópur fær tvær ísæfingar á dag ásam af-ís æfingum og fræðslu.

Æfingarbúðirnar saman standa af þremur minni námskeiðum þar sem áhersla er lögð á skot, leikskilning og skautatækni. Það eru 55 krakkar sem taka þátt í búðunum í ár en þar að auki eru 23 fullorðnir sem taka þátt í Royal æfingarbúðunum sem eru kennd á kvöldin tvisvar í viku. Sarah Smiley hefur skipulagt og heldur utan um æfingarbúðirnar en hún hafði þetta að segja eftir fyrsta daginn: "Við áttum frábærann fyrsta dag þrátt fyrir að geta ekki notað nýju skotaðstöðuna vegna rigningar. Allir krakkarnir lögðu hart að sér og voru kát með að vera komin aftur á ísinn en ekki síður þjálfararnir" 

Hér að neðan er tímataflan í æfingarbúðunum en hún er eins alla daganna.

Hópur 1 (7:45-12:45)
7:45 MÆTING OG MÓTTAKA (húsið verður opnað frá 7:30) – einnig er hægt að mæta klár í gallanum kl 8:00. 
8:10-9:00 ísæfing
9:15-9:50 af-ís þjálfun
9:50-10:35 fræðsla og nesti
10:45-11:10 kylfu tækni
11:55-12:45 ísæfing
12:45  BÚIÐ OG BÖRN SÓTT

Hópur 2 (12:00-17:45)

12:00 MÆTING og af ís upphitun (klár í íþróttafötum)
12:55-13:45 ísæfing
14:00-14:40 af-ís þjálfun
14:40-15:20 fræðsla og nesti
15:20-15:50 kylfu tækni
16:20-17:15 ísæfing

17:15-17:45 cool down
17:45  BÚIÐ

Hér er námskeiðalýsing æfingarbúðanna.

#1. skot námskeið 5-7. águst

Lögð verður áhersla á einstaklings skottækni, kraft, skotsnerpu, nákvæmni og að sjálfsögðu verður smá hokkí með ;)

 

#2. 5 daga Hockey Camp námskeið

10.-14. águst

Lögð verður áhersla á leikskilning og spíl.

 

#3 daga Power Skating námskeið

17-19. águst
Lögð er áhersla á einstaklings skautatækni (kraftur, skrefa tækni, snerpa, hraði og þol) og að sjálfsögð verður smá hokkí með ;).