Aðalfundur Skautafélagsins framundan

Fimmtudaginn 27. maí 2010 fer fram aðalfundur Skautafélags Akureyrar.  Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi félagsins í Skautahöllinni og hefst hann kl. 20:00.  Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og eru félagsmenn nær og fjær hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi félagsins.