Aðalfundur Skautafélags Akureyrar


Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins og er svohljóðandi:

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir.
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
3. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar og leggur fram endurskoðaða reikninga
4. Kosin deildarstjórn og tveir varamenn
            a) Kosinn formaður
            b) Kosinn varaformaður
            c) Kosinn ritari
            d) Kosinn gjaldkeri
            e) Kosinn meðstjórnandi
            f) Kosnir tveir varamenn           
5. Önnur mál er fram kunna að koma

Á fundinum ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, þó með þeim undantekningum sem gerðar eru í lögum þessum.