Aðalfundur Foreldrafélags LSA

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 26.maí kl. 19:45 í Skautahöllinni (fundur stjórnar LSA er sama kvöld kl. 20.30) Á fundinum munu Vilborg Erla fomaður og Vigdís meðstjórnandi ganga úr stjórninni en aðrir gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Óskað er eftir a.m.k. tveimur foreldrum til að fylla skörð þeirra sem hætta. Þeir sem gefa kost á sér til starfa eru beðnir um að gera vart við sig með pósti á netfangið jona@norðlenska.is fyrir fundinn. Einnig má hringja í síma 840 8805. Vakin er athygli á mikilvægi öflugs foreldrastarfs fyrir fjáröflun vegna keppnisferða o.fl.

Fyrir hönd sitjandi stjórnar

Jóna, Rakel, Hermann og Bryndís.