Fyrsta mót tímabilsins hjá skautasambandinu, haustmót ÍSS, fer fram um helgina 26.-28. september í Skautahöllinni í Laugardal.
LSA sendir flottan hóp skautara á mótið en við eigum 7 keppendur í ÍSS línu mótsins og 5 keppendur í félaga línu mótsins.
Við hlökkum til að fylgjast með stelpunum á þessu fyrsta móti vetrarins og hvetjum við alla sem möguleika eiga á til að kíkja í laugardalinn og hvetja skautarana okkar til dáða.

