Karfan er tóm.
SA Víkingar náðu í sigur gegn Eistnesku meisturunum Narva PSK frá Eistlandi í síðasta leik liðsins í Evrópukeppninni Continental Cup sem lýkur í dag. SA Víkingar voru sterkari aðilinn í leiknum en jafnt var eftir venjulegan leiktíma og en Jóhann Már Leifsson skoraði sigurmarkið í framlengingu eftir góðan undirbúning Hank Nagel. Unnar Rúnarsson skoraði tvö marka SA í leiknum, Heiðar Jóhannsson eitt og Aron Ingason jöfnunarmarkið í þriðju lotu. Róbert Steingrímsson átti góðan leik í markinu og var með 88% markvörslu.
SA Víkingar enda í 3. sæti riðilsins sem er meira en viðunandi árangur enda virkilega sterkur riðill en Lettneska liðið Mogo og Litháenska liðið Hockey Punks sem leika til úrslita síðar í dag voru í algjörum sérflokki. Við óskum SA Víkingum til hamingju með gott gengi og óskum þeim ánægjulegrar heimferðar.