Janúarmótið, undanúrslit leikin í kvöld.

Öll liðin léku í undanúrslitum í kvöld. Mótið styrkt af veitingastaðnum Strikinu.

Það var óvenju margt á svellinu í kvöld þegar undanúrslitin voru leikin. Spilað var á fimm brautum. Á braut eitt áttust við Bragðarefir og Riddarar.
Leikurinn byrjaði með því að Riddarar skoruðu 2 í fyrstu umferð og Bragðarefir svöruðu með 2 í annari umferð og þeirri þriðju og bættu einum við í fjórðu og staðan orðin 5 - 2. Riddarar skora einn í fimmtu umferð og Bragðrefir enduðu á 2 í síðustu umferð og endaði því leikurinn 7 - 3 fyrir Bragðarefi.  Á braut þrjú áttust Mammútar og Víkingar sem börðust um að komast í úrslitaleikinn. Mammútar skoruðu 1 í fyrstu og annari umferð en Víkingar svöruðu með 1 í þriðju. Mammútar skora aftur 1 í fjórðu og staðan orðin 3 - 1 og allt opið. Víkingar skora 1 í fimmtu umferð en Mammútar kláruðu Víkingana með 2 í sjöttu umferð og unnu 5 - 2  í miklum baráttuleik sem má sjá af skorinu en allar nema ein umferðin enda með 1 stein. Á braut 4 var einnig barátta um að komast í úrslitaleikinn á milli Garpa og Svartagengis. Garpar komu ákveðnir til leiks og unnu fyrstu þrjár umferðirnar með 1 - 1 og 3
 áður en Svartagengi náði að skora 1 í fjórðu. Garpar héldu uppteknum hætti og tryggðu sér öruggan sigur með því að skora 3 í fimmtu og 2 í sjöttu og söltuðu því Saltgengið 10 - 1. og tryggðu sig í úrslitaleikinn á móti Mammútum. Á braut 5 spiluðu Fífur og Pálmi group og fór sá leikur rólega af stað en Pálmi group skoraði 1 í fyrstu og Fífur 1 í næstu og Pálmi aftur 1 en þá sagði Svana hingað og ekki lengra og tók síðustu þrjár umferðir með 2 - 2 og 1 og Fífur sigra 6 - 2.  Úrslitablaðið hér   Bragðarefir enda í 9 sæti og Riddarar 10 sæti en þau lið eru búin með sína leiki. Úrslitaleikir um sæti fara fram mánudaginn 2. febrúar eins og sjá má af töflunni hér að neðan.

1 -2 sæti3-4 sæti5-6 sæti7-8 sæti
Braut 2Braut 3Braut 4Braut 5
GarparVíkingarFífurPálmi group 
MammútarSvartagengiðSkytturÜllevål