Karfan er tóm.
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Serbíu í dag á HM á Spáni en leikurinn hefst kl 14.30. Leikurinn er sýndur beint hér.
Ísland tapaði 3-0 fyrir Hollandi á þriðjudag en Holland komst í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland fékk nokkur úrvalsfæri til þess að koma sér aftur inn í leikinn en Holland skoraði svo þriðja markið í lok leiksins þegar Ísland freistaði þess að skora með sex útileikmönnum og markið tómt. Leikurinn í dag er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið en Ísland er með 4 stig í mótinu og sitja nú í fjórða sæti en Serbía er með 1 stig í því fimmta.