Frábær jólasýning listskautadeildar

Jólasýning Listskautadeildar SA var haldin í gær sunnudaginn 14. desember. Þar sýndu iðkendur verkið ,,Þegar Tröllið stal jólunum". Jana Omelinova yfirþjálfari samdi dansana og leikstýrði sýningunni með aðstoð frá aðstoðarþjálfurum deildarinnar þeim Telmu Marý Arinbjarnardóttur og Varvöru Voroninu.
Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ánægjulegt að sjá hversu mikill mettnaður var lagður í búninga og hár. Við þökkum kærlega fyrir frábæra skemmtun.