Karfan er tóm.
Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins dagana 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar.
Tímasetningar aðalfunda deilda:
Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00
Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00
Listskautadeild miðvikudaginn 14. maí kl. 20:00
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning nýrra stjórna. Félagsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í starfi deildanna.
Dagskrá og störf aðalfunda fara fram samkvæmt lögum félagsins.
Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.