Til þeirra er málið varðar
Akureyri 25.01.2006
Skautafélag Akureyrar, félagar og velunnarar félagsins,
Mig langar að biðjast afsökunar á slæmri hegðun minni eftir leik okkar stelpnanna í Egilshöll laugardaginn 21.janúar síðastliðinn. Þar sem ég vanvirti dómara leiksins all hraustlega. Ég var mjög reið og tapsár í bland, en hefði betur bitið í tunguna á mér og bölvað í hljóði eins og sönnum íþróttamanni sæmir.