Karfan er tóm.
Kl 15:00 ætlar Fríða að tala um mataræði íþróttafólks sem er 16 ára og yngra. Hvernig á að borða á æfingatímabilinu, daginn fyrir keppni, á keppnisdag? Þetta eru spurningar sem foreldrar eru líka að velta fyrir sér og því æskilegt að þeir mæti með börnum sínum.
Kl. 16:30 er síðan fyrirlestur og spjall um mataræði keppnisfólks í öllum íþróttagreinum. Afreksfólks, áhugahlaupara, þeirra sem æfa mikið og vilja bæta árangur sinn. Eru fæðubótaefnin nauðsynleg? Hvernig á þá að nota þau?
Verð:500kr fyrir 17 ára og eldri
Helga ætlar að fara í gegnum tónlistardiskana fyrir iðkendur á miðvikudaginn 11. okt. og taka frá þá diska sem eru ekki í notkun. Á föstud. laugardag og sunnudag (á æfingartímum) eru iðkendur hvattir til að mæta og fá tónlistardiskana sína lánaða og láta taka afrit af þeim og skila síðan aftur eins fljótt og hægt er. Það er mjög nauðsynlegt að hver iðkandi eigi heilan og órispaðan disk þegar kemur að keppni. Iðkendur eiga líka að eiga eitt eintak sem þeir geyma í skautatöskunni og nota þegar þeir eru að æfa dansinn sinn með tónlist. :-)
Litlahokkibúðin mætir í skautahöllina næstu helgi. Biggi var að fá heitar vörur í hús, eins og sönnum norðlendingi ætlar hann leyfa okkur akureyringum að njóta góðs af því. Búðin verður mun líklega vera staðsett á sama stað og í fyrra, í fundarherberginu. Kaupglaðir íshokki unnendur er vinsamlegast beðnir að mæta sem og aðrir áhugamenn. :) ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!