Karfan er tóm.
Eins og alkunna er þá frestaðist Brynjumótið vegna veðurs og ófærðar en nú blásum við í lúðra enn á ný og SA hokkídeild býður til Brynjumóts (5.fl. og yngri) dagana 2. og 3. Desember 2006.
Foreldrar og keppendur á Bikarmóti/haustmóti 2006
Eins og ákveðið var á fundi mánud. 13.nóv ætlum við að hafa kleinubakstur og sölu á sunnudaginn 19.nóv kl:8.00
sjáumst hress Kristín K
Bikarmót/Haustmót 24.-26. nóv. 2006
Foreldrar keppenda á mótinu eru boðaðir á stuttan fund í Skautahöllinni mánud. 13. nóveber kl: 20.00. Mjög áríðandi er að allir mæti þar sem við viljum gefa foreldrum tækifæri á að ræða fjáröflun fyrir ferðina. Einnig munum við hafa frekari uppl. um ferðina. Þeir sem alls ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir um að hringja í Kristínu í síma 856-2427 eftir kl: 20.00 á kvöldin.
Kveðja stjórnin
Nú í vikunni hófst verkefnið Skautar og skóli sem er samstarfsverkefni grunnskólanna á Akureyri, Skautafélagsins og Akureyrarbæjar. Tilgangurinn er að kynna skautaíþróttina og hvetja til almennrar hreyfingar. Verkefnið stendur í 4 vikur og mæta 3. og 4. bekkur grunnskólanna 1 klst. í viku í skautahöllina. Um það bil 50 krakkar eru í hverjum hóp og fær hver og einn skauta og hjálm að láni.
Verkefnið hefur gengið mjög vel það sem af er og hafa krakkarnir verið til fyrirmyndar.
Þemadagar í grunnskólunum.
Í tilefni þemadaga í Síðuskóla sl. fimmtudag og föstudag var nemendum í 4. – 10. bekk boðið á skauta. Alls mættu um 270 krakkar og skemtu sér mjög vel.
Sjá heimasíðu Síðuskóla http://www.sida.akureyri.is/
Áður ákveðin tímasetning á mfl. leiknum mun halda sér og leikurinn hefjast kl. 19:15 Áfram SA .......