Þar sem 3.flokkur fer í Egilshöllina að sækja sinn fyrsta sigur þessa leiktíðina....vonandi....verða æfingar hjá 4.flokki stundvíslega kl. 9 og 5. flokki kl. 10 undir stjórn Jóns Inga Hallgrímssonar.
Síðustu æfingar fyrir jól verða fimmtudaginn 21. des. og svo byrja æfingar aftur fimmtudaginn 4. jan. 2007. Meistaraflokkarnir verða þó með æfingar skv. tímtöflu að mestu, nánari uppl. um það hjá Denna.
Sveinn "Denni" Björnsson þjálfari S.A. á afmæli í dag. Kappinn er 38 ára og aldrei verið í betra formi. Skautafélag Akureyrar óskar Denna til hamingju með afmælið! ÁFRAM S.A.!!
Frostmóti 2006 er nú lokið. Mótið gekk vonum framar og krakkarnir skautuðu allir mjög vel. Við viljum óska öllum til hamingju með árangurinn.
Námskeiðið um nýja dómarakerfið gekk afskaplega vel um helgina og var mæting góð báða dagana. Þær Elísabet Eyjólfsdóttir (formaður ÍSS) og Sigrún Mogensen (stjórnarmeðlimur ÍSS) komu að sunnan til að kenna okkar fólki á tölvukerfið sem notað er við dæmingu með nýja dómarakerfinu. Mimmi Viitanen og Helga Margrét Clarke sáu um fyrirlestra fyrir foreldra og iðkendur og námskeið fyrir tilvonandi dómara. Dómarar og tölvufólk fengu að prófa að nota nýja dómarakerfið á Frostmótinu með mjög góðum árangri.
Við viljum þakka öllum fyrir þátttökuna og hjálpina! Myndir munu koma inn bráðlega.