Audrey skautakona ársins!
04.01.2006
Í gær, 3. janúar, var Audrey Freyja Clarke valin skautakona ársins! Er þetta þriðja árið í röð sem Audrey hreppir þennan titil. Til hamingju!
Á málþingi Norðurorku sem haldið var í dag 29. desember var Skautafélagi Akureyrar afhentur styrkur, kr. 1.000.000,- til minningar um Magnús E. Finnsson fyrrverandi formann Skautafélagsins.
Skautafélag Akureyrar sendir Norðurorku hf. innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.