Útiskautaæfing í Hrísey
Það verður farið í fyrramálið 19. kl.8,55 frá skautahöllinni
Hríseyjarferð
Fyrirhuguð er útiskautaæfing til tilbreytingar í formi skautaferðar út í Hrísey með 5., 6. og 7. flokk. Stefnt er að því að fara næsta sunnudag þegar veður leyfir og verður því fyrirvarinn e.t.v. stuttur. Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu VELKOMIN í ferðina, en ekki er hægt að taka systkin með nema í fylgd foreldris. Við stefnum á næsta sunnudag 19. febrúar. ef veður verður skaplegt, en annars á næsta sunnudag sem á eftir kemur með góðu veðri.