SA vann Björninn 9-5

Strákarnir lögðu Björninn að velli í Skautahöllinni í kvöld

Tékkar unnu Rússa

Tékkar unnu Rússa 3-0.

Afmæli!!

Jæja þá er komið að því hjá honum Sigga Sig. Hann er orðinn 30 ára gamall og er orðin löggiltur old-boys leikmaður.  Við hjá S.A. óskum honum til hamingju með afmælið.

Síðasti heimaleikur mfl.karla á næsta laugardag kl.17,00

Á laugardaginn 25. feb. spilar SA sinn síðasta heimaleik í undankeppni Íslandsmótsins. Leikurinn er gegn Birninum og alveg öruggt að þetta verður spennandi leikur og eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn.

Karlalið Kanada á heimleið

Kanadísika landsliðið tapaði 2-0 á mót Rússum.

Foreldradagur!

Foreldradagur!

Miðvikudaginn 1. mars kl 18 eða á sjálfan öskudaginn verður foreldradagur hjá 3. og 4. flokki!  Mömmum, pöbbum og systkinum er boðið á skauta og eru allir hvattir til að mæta í búningum!  Þetta er tilvalið tækifæri til að hitta þjálfarana og stjórn listhlaupadeildarinnar svo og meðlimi foreldrafélagsins.  Við viljum benda á að æfingin milli 15 og 16 hjá 3. flokki fellur niður vegna foreldradagsins.  Við hlökkum til að hitta ykkur!

Aukaæfingar fyrir keppendur!

Aukaæfingar fyrir M, 1. og 2. flokk!

 

Aukaæfingar verða á fimmtudaginn fyrir M, 1. og 2. flokk.  Það er áríðandi að allir mæti sem eru að fara að keppa því þetta er síðasta æfing fyrir mót! 

 

kl. 6-8 (um morguninn):                M flokkur og 1. flokkur

kl. 20-21:                                           2. flokkur

kl. 21-22:                                           1. flokkur

kl. 22-23:                                           M flokkur
""

Frábær útivist í Hrísey

Hér má skoða myndir frá útiskautunar ferð til Hríseyjar í dag sem 5., 6. og 7.fl. fóru ásamt foreldrum samtals 68 manna hópur. Veðrið lék við mannskapinn og Aðalsteinn Bergdal og Dísa tóku á móti hópnum af miklum rausnarskap og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir móttökurnar og aðstoðina. Nokkuð öruggt má telja að þessi ferð verði þátttakendunum lengi í minni.

2.fl. tapaði fyrir Birninum í morgun

Eftir að hafa spilað hörkuleik seint í gærkvöldi gegn SR þá höfðu þreyttir SA menn ekki erindi sem erfiði gegn óþreyttum Bjarnarmönnum í morgun kl: 9,00 og töpuðu 10 : 3.

2.fl. SR steinlá fyrir SA í kvöld 1 : 5

Þeir leika svo við Björninn í fyrramálið kl.9,00. Til hamingju strákar, þið getið þetta  ;O)