SA vann Björninn 9-5
Strákarnir lögðu Björninn að velli í Skautahöllinni í kvöld
Jæja þá er komið að því hjá honum Sigga Sig. Hann er orðinn 30 ára gamall og er orðin löggiltur old-boys leikmaður. Við hjá S.A. óskum honum til hamingju með afmælið.
Aukaæfingar fyrir M, 1. og 2. flokk!
Aukaæfingar verða á fimmtudaginn fyrir M, 1. og 2. flokk. Það er áríðandi að allir mæti sem eru að fara að keppa því þetta er síðasta æfing fyrir mót!
kl. 6-8 (um morguninn): M flokkur og 1. flokkur
kl. 20-21: 2. flokkur
kl. 21-22: 1. flokkur
kl. 22-23: M flokkur
Hér má skoða myndir frá útiskautunar ferð til Hríseyjar í dag sem 5., 6. og 7.fl. fóru ásamt foreldrum samtals 68 manna hópur. Veðrið lék við mannskapinn og Aðalsteinn Bergdal og Dísa tóku á móti hópnum af miklum rausnarskap og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir móttökurnar og aðstoðina. Nokkuð öruggt má telja að þessi ferð verði þátttakendunum lengi í minni.
Eftir að hafa spilað hörkuleik seint í gærkvöldi gegn SR þá höfðu þreyttir SA menn ekki erindi sem erfiði gegn óþreyttum Bjarnarmönnum í morgun kl: 9,00 og töpuðu 10 : 3.